Aðalfundur BÍKR 16. febrúar 2017

Aðalfundur BÍKR verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 19:30 að Engjategi Reykjavík, húsi ÍSÍ.  Fundurinn verður haldinn í sal E.
Dagskrá fundarinns er eftirfarandi:

  • Formaður setur fundinn.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins til samþykktar.
  • Lagabreytingar.
  • Ákvörðun árgjalda.
  • Kjör formanns og annarra stjórnarmanna.
  • Kjör varamanns í stjórn.
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga klúbbsins.
  • Önnur mál.

Endurskoða þarf 14. grein reglna BÍKR sem fjallar um hvenær aðalfundur skal haldinn.  Þar segir að hann skuli haldinn fyrir nóvemberlok hvers árs sem er nánast útilokað þar sem keppnishald nær of langt inn í haustið.  Sjá reglur BÍKR hér

Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn á fundinum.

Beiðnir um að mál verði tekin fyrir undir liðnum „Önnur mál“ þurfa að berast formanni í tölvupósti (thbraga@simnet.is) fyrir 10. febrúar.

 

fh. stjórnar BÍKR
Þórður Bragason