Aðalfundur BÍKR – Fundargerð

Fundargerð aðalfundar BÍKR miðvikudaginn 4.mars 2020 

 1. Heimir Snær formaður setur fundinn, leggur til að hann sjalfur verði fundarstjóri og var það samþykkt samhljóða. Hanna Rún ritar fundargerð.

 

 1. Fundarstjóri lýsti því að til fundarins hefði verið boðað með lögmætum hætti og lýsti fundinn lögmætan. Engar athugasemdir voru gerðar við það.

 

 1. Formaður fór yfir liðið starfsár og formannsskiptin sem áttu sér stað í fyrra, hann þakkar Sigurjóni fyrir hans starf fyrir klúbbinn,hvað hefur verið gert og hvað sé á döfinni hjá BÍKR. Klúbburinn mun halda 4 keppnir árið 2020. Fór yfir fundi og samskipti við Rangarþing ytra varðandi Rally Reykjavik sem og möguleg minni röll í þeirra umdæmi og þá vegi sem þeir eiga, nýliðinn fundur með sveitarstjóra og formanni Hálendisnefndar gekk vel. Við erum bjartsrýn á að föstudagur í RR verði fyrir austan. Upplýsir fundinn um að stjórn BIKR muni semja við Hönnu Rún um að vera keppnisstjóri í okkar keppnum og leggur til hún fái greiðslur fyrir það, engar athugasemdir eða mótmæli voru við því.

 

 1. Lagður fram endurskoðaður ársreikningur félagsins til samþykktar og hann samþykktur

 

 1. Kosning Formanns. 1 framboð

Þar sem enginn önnur framboð voru taldist Heimir Snær Jónsson sjálfkjörinn formaður BÍKR.

 

 1. Kosning Stjórnar. 

1.Hanna Rún 

2.Kolbrún Vignisdóttir

3.Hlöðver Baldursson

4.Guðmundur Örn

Varamenn í stjórn eru.

 1. Helgi Óskarsson 
 2. Hjalti Snær

 

 1. Lagt er til að Björgvin og Aðalsteinn séu skoðunarmenn reikninga og það samþykkt.

 

 1. Í liðnum önnur mál var farið yfir komandi ársþing AKIS, og fór Heimir yfir helstu breytingartillogur sem liggja fyrir þingnu, rætt um vinnu á tímatökubúnaði og fór Baldvin Hansson létt yfir það en hann leiðir þá vinnu ásmt BIKR og AIFS. Von er um að verði að hægt að prófa árið 2020 og virkja 2021. Nýjar búrareglur rættar.

 

 1. Fundarstjóri Þakkaði fyrir góðan fund