Aðalskoðunarrall AÍFS

Dagana 5. og 6. júní fór fram Aðalskoðnarrall AÍFS.  Keppnin var með hefðbundni sniði, eknar voru leiðir um Reykjanesið og hina geysivinsæla leið um höfnina líka.  Fjöldi áhorfenda var á höfninni sem er löngu orðin hefð í Suðurnesjaralli.

Íslandsmeistarnir Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson mættu á sínum Subaru í þeim tilgangi einum að sækja sigur en það sama má segja um aðra keppendur.  þeirra á meðal voru sistkynin Daníel og Ásta Sigurðarbörn sem aka á Subaru, þeirra keppni lauk þó á öðrum keppnisdegi þegar þau sprengdu tvö dekk og komust ekki lengra þegar dekkjatægjur náðu að skemma rafkerfi bílsins.  Suðurnesjamennirnir Henning og Árni, einnig á Subaru, áttu ekki láni að fagna og biluð túrbína sló þá úr toppslagnum og þeir enduðu í fimmta sæti, langt á eftir fyrstu mönnum.  Valdimar jón Sveinsson og Skafti Skúlason á Mitsubishi ætluðu sér líka stóra hluti og gerðu engin mistök.

Valdimar og Skafti.
Valdimar og Skafti.

Keppnin þróaðist í einvígi milli þeirra Baldurs og Valdimars, keppni sem var afar jöfn þar til kom að þriðju, og síðustu ferðinni um Djúpavatn.  Þá settu Valdimar og Skafti í fluggír og bókstaflega stungu þá Baldur og Aðalstein af, þeir settu reyndar Íslandsmet á þessari leið og slógu met sem hefur staðið óhreyft í 6 ár.  Þar með þurftu Íslandsmeistararnir að gera sér annað sætið að góðu í þetta sinn.

Baldur og Aðalsteinn
Baldur og Aðalsteinn

Non turbo flokkurinn hefur verið fjölmennari en einungis þrjár áhafnir voru skráðar til keppni í þetta sinn.  Baldur Hlöðversson og Hanna Rún Ragnarsdóttir sóttu tiltölulega auðveldan sigur og skildu Guðna Frey Ómarsson og Pálma Jón Gíslason í öðru sætinu, hálfri annarri mínútu á eftir.

Baldur og Hanna Rún
Baldur og Hanna Rún

Fyrir keppnina var reiknað með harðri keppni í jeppaflokki þar sem nokkrar sterkar áhafnir voru skráðar.  Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson á Cherokee heltust úr lestinni á annarri leið með sprungið dekk og rafmagnsvandræði enduðu svo þeirra keppni fyrr en ætlað var.  Hlöðver Baldursson og Þórður Andri McKinstry á TomCat veltu bíl sínum á Djúpavatnsleið og náðu ekki að halda áfram þar sem bíllinn fór ekki aftur í gang.  Eyjolfur Melsteð og Heimir Snær Jónsson á Jeep Cherokee keyrðu mjög vel og enduðu óvænt í þriðja sæti yfir heldina og stungu keppendum á mikið öflugri og betur búnum bílum afturfyrir sig.

Eyjólfur og Heimir
Eyjólfur og Heimir

 

Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:

# Áhöfn
Crew
Bíll
Car
Fl
Cl
Tími
Time
Í fyrsta
To first
Í næsta
To next
Refs 1a)
Pen 1a)
Refs 2b)
Pen 2b)
1 99 Valdimar Jón / Skafti Mitsubishi Evo 7 N 1:09:52   0:00 0:00
2 1 Baldur / Aðalsteinn Subaru Impreza WRX Sti N 1:10:08 0:16 0:16 0:00 0:00
3 33 Eyjolfur / Heimir Snær Jeep Cherokee J 1:14:00 4:08 3:52 0:00 0:00
4 3 Baldur Arnar / Hanna Rún Subaru Impreza N 1:15:16 5:24 1:16 0:00 0:00
5 2 Henning / Árni Subaru Impreza N 1:15:45 5:53 0:29 0:00 2:20
6 19 Guðni Freyr / Pálmi Jón Subaru Impreza GL N 1:16:48 6:56 1:03 0:00 0:00
7 13 Sigurður Arnar / Magnús Smári Mitsubishi Evo 5 N 1:18:46 8:54 1:58 0:00 0:00
8 22 Sighvatur / Anna María TomCat 100 TTS J 1:20:21 10:29 1:35 0:00 0:00
9 31 Ragnar Bjarni / Almar Viktor Toyota Corolla 2.0 E 1:24:07 14:15 3:46 0:00 0:00
10 30 Sigvaldi Jónsson / Kristján Reynald Subaru Impreza N 1:30:16 20:24 6:09 0:00 0:00

 

a)

Næsta keppni fer fram á Snæfellsnesi í byrjun Júlí, frekari upplýsingar um þá keppni verða birtar fljótlega.

ÞB

Skildu eftir svar