Ársfundur BÍKR 2016

Aðalfundur BÍKR 2016 ór fram þann 16. febrúar 2017 í fundarsal ÍSÍ.

Þorður Bragason stýrði fundinum og Gunnar Karl Jóhannesson hraðritaði fundargerð.

20 til 25 manns sóttu fundinn en dagskrá fundarinns var hefðbundin dagskrá aðalfundar.

Í skýrslu stjórnar kom fram að …

 • Haldnar voru 3 keppnir, tvö röll og eitt sprettrall.  MMI sá alfarið um RR.
 • Við héldum árshátíð í Café Catalina í Kópavogi.  G7 liðið hélt svo lokahóf á sama stað um haustið.
 • Hólmavíkurrall.  Lofar góðu, þurfum meiri mannskap, Óskar Sól sponsaði rallið og hélt það af miklum myndarskap.  Vonandi samskonar rall í sumar, verður á Hamingjudögum í Hólmavík.
 • RallýReykjavík.  Samningurinn við MMI runninn út, 2 ár ógreidd (200 þús).  Jepparall hefur ekki verið haldið s.l. 2 ár, fyrir liggur beiðni MMI um framlengingu samnings vegna þess eins, ekki Rallý Reykjavík.
 • Haustrall.  Skjaldbreiðarvegur og Kaldidalur.  Rallið búið að festa sig í sessi.  McKinstry bræður að gera góða hluti.
 • Sprettrall.  Ágæt afkoma, starfsfólkið á heiður skilið fyrir að standa úti í þessu óveðri.
 • Til athugunar er að blanda endurohjólum í rallkeppnir, einkum jepparallið.  Þetta er í skoðun.
 • Við funduðum sjaldnar en árin á undan, áhugaleysi formanns og aðstöðuleysi úrskýrir það.
 • Við erum að koma okkur upp nýrri aðstöðu á rallýkrossbrautinni og hresstum aðeins upp á heimasíðuna okkar.
 • Einnig rætt að smíða kerru/hefil til að laga leiðarnar að ralli loknu.  Vegagerðin búin að gefa „gult“ ljós fyrir kostnaði við að draga hana, fyrir liggur styrkur frá ÍBR upp á 100.000 kr til að smíða hana.
 • Fyrirkomulag keppna var svolítið rætt, þarf keppni endilega að ljúka á laugardegi?

Fráfarandi formaður fór yfir farinn veg, sjá eftirfarandi

 • Talað um að klúbburinn væri „illa haldinn“ þegar Þórður tók við honum, svo var ekki, verkstjórn þurfti þó að laga.
 • Helsta markmiðið var að efla félagsstarf, það hefur mistekist, betri aðstaða vonandi hjálpar.
 • Helstu verkefnini voru varnarbarátta.  Borgarfjörður gafst ekki, Rangárþing ytra reyndist erfitt og Snæfellsnes mjög erfitt vegna ófærðar.  Hólmavík kemur sterk inn sem og Skjaldbreiðarvegur.  Við verðum að festa röllin okkar í sessi, annars er ekki séns á að fá sponsora t.d.
 • Útvistun keppna.  Reynt var að fá einhverja aðila til að sjá um hverja keppni, það reyndist erfitt þar sem keppnir voru ekki „fastar í sessi“, Símon Grétar með Snæfellsrall sem varð ekki v/ófærðar o.s.frv.
 • Samningurinn við MMI.  Góð tilraun, niðurstaðan ekki fullkomlega ljós, enn vantar greiðslur, rallið samt orðið með besta móti.  Nú mun eitthvað breytast, Tryggvi líklega ekki með, finna tækifærin, stofna vinnuhóp um RR17.
 • Keppnishald hefur verið veik hlið, fyrrverandi formaður talaði um að verið væri að gera allt í „fyrsta skipti“.  Útvistun gæti lagað þetta, menntun starfsfólks þarf að efla.

Ársreikningur BÍKR var lagður fyrir fundinn og hann samþykktur.  Ekki er útilokað að skoðunarmenn geri frekari athugasemdir þar sem nokkur atriði voru enn óljós við gerð hanns.

Fráfarandi stjórn gerði tillögu um breytingar á lögum félagsins, nokkrar umræður voru um þessar breytingar.  Nýjar reglur voru samþykktar á fundinum.

Rætt var um aðkomu MMI og þá einkum Tryggva Þórðar að RallýReykjavík.  Fundinum þykir missir af Tryggva úr keppnishaldinu og var almennt álit að RallýReykjavík 2016 hafi verið eitt glæsilegasta og best haldna alþjóðarall sem sést hefur á Íslandi í langan tíma ef ekki frá upphafi.  Ljóst er að Tryggvi og félagar urðu fyrir óvæginni gagnrýni vegna keppninnar, oftast óréttmætri.

Breytingar á RallýReykjavík voru einnig ræddar, m.a. stungið upp á því að keppnin yrði tveggja daga keppni.  Fráfarandi formaður stakk upp á því að stjórn BÍKR setti saman vinnuhóp um keppnina í ár.

Meira var rætt um keppnishald, næturröll og jafnvel snjóröll.

Almennur skilningur var fyrir því að klúbburinn þurfi að efla tengsl við erlenda klúbba og almennt þarf Íslenskt rall að nýta betur tengsl sem einstakir keppendur og einstaklingar hafa við erlenda keppendur o.fl.

Ákveðið var að ný stjórn skoði kosti þess að halda sprettrall í vor með það fyrir augum að halda annað sprettrall í haust, saman myndi þessar tvær keppnir bikarmót í sprettralli.

Kosning stjórnarmanna og formanns var að sjálfsögðu á dagskrá.

Fráfarandi stjórn:
Þórður Bragason –Fromaður
Símon Grétar Rúnarsson – Gjaldkeri
Ásta Sigurðardóttir
Sigurjón Árni Pálsson
Þórarinn Þórsson
Þórður Andri McKinstry – varamaður
Kristján Einar Kristjánsson – varamaður

Þeir Þórður Bragason (formaður), Símon Grétar Rúnarsson (gjaldkeri) gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Kristján Einar Kristjánsson, sem átti eitt ár eftir af sínum kjörtíma, óskaði einnig eftir að losna úr stjórn, en bauð sína krafta í þau verkefni sem hæfðu honum.

Nýr formaður var kjörinn, Guðni Freyr Ómarsson.

Auk Guðna komu þeir Arngrímur Þorri Gylfason og Guðmundur Snorri Sigurðsson sem varamenn (Guðmundur til eins árs, í stað Kristjáns Einars).  Ásta Sigurðardóttir og Þórður Andri McKinstry gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og hlutu þau kosningu.  Þórður Andri hafði verið varamaður en tekur nú sæti í stjórn.

Ný stjórn er því:
Guðni Freyr Ómarsson (formaður)
Ásta Sigurðardóttir
Sigurjón Árni Pálsson
Þórarinn Þórsson
Þórður Andri McKinstry
Arngrímur Þorri Gylfason – varamaður
Guðmnudur Snorri Sigurðsson – varamaður (1 ár)

Skoðunar menn reikninga voru kosnir að venju.  Þeir eru:
Aðalsteinn Símonarson
Björgvin Benidiktsson

Gunnar Karl Jóhannesson hraðritaði fundargerð og Þórður Bragason lagfærði fyrir birtingu.