ENDAMARK OG VERÐLAUNAAFHENDING !

ENDAMARK

Endamarkið eftir SS17 verður staðsett í Perlunni !
Bílunum er frjálst að fara hvaða leið sem er upp að Perlunni en auðvitað þurfa þeir að reikna út fyrir því að mæta á réttum tíma. Á þessum tíma mun vera smá umferð. Endamarkið verður merkt með gulum borða og ætti það að vera á hægri hönd þegar keyrt er að Perlunni.

 

 

VERÐLAUNAAFHENDING

Verðlaunaafhending og matur byrjar klukkan 20:00
Hún verður staðsett í FI húsinu  Mörkinni 6 108 Reykjavík
Það mun kosta 2500 kr á mann og frítt fyrir starfsmenn.

Þeir Keli Vert og Þórarinn Þórsson ætla að sjá um matinn og er hægt að staðfesta það að þetta verður sannkölluð VEISLA. Við þurfum þó að biðja ykkur um að koma með ykkar eigið áfengi.

BÍDDU BÍDDU BÍDDU … Þetta er ekki búið !
Þær Hanna Rún og Kolbrún ætla eftir verðlaunaafhendinguna að henda í einhversskonar VEISLU.
Við getum lofað ykkur því að þessi skemmtun á eftir að fá ykkur til að hlæja af ykkur allt vit.
Ekki drepa í keppnisskapinu strax og þú ert kominn í endamarkið – þú þarft á því að halda seinna um kvöldið.

Endilega skráið ykkur í veisluna með því að senda email á rallyreykjavik@gmail.com  með nöfnum á þeim sem ætla að mæta, endilega setjið “Verðlaunaafhending”sem titil á póstinum. Borgað verður bara við innganginn ( posi verður á staðnum)

 

KÆR KVEÐJA
SKEMMTINEFND (ef það væri til )