Hamingjurall á Hólmavík (3)

Upplýsingaskýrsla 3

 

Keppnisskoðun
Hvar: í Frumherja, Hádegismóum 8, 110 Reykjavík
Hvenær: 23.Júní kl. 18:00

Keppendum ber skylda að mæta fyrir kl. 18:00. Starfsmaður á vegum klúbbsins mun standa í afgreiðslunni frá 17:30 og stimpla keppendur inn. Keppendur þurfa að koma sér í afgreiðsluna og kvitta fyrir komu.

Ef keppandi mætir seint er gefin 10 sek refsing fyrir hverja byrjuðu mínútu.

Þegar keppendur mæta í skoðun ber þeim skylda að klæðast öryggis- og keppnisfatnaði  (keppendum er heimilt að klæða sig í fatnaðinn rétt áður en skoðun þeirra hefst).

 

Fundur með keppendum.
Hvar: Stjórnstöð (sjá mynd neðar)
Hvenær: 26.Júní kl. 20:00

Skyldumæting er á fundinn, ef keppandi sér sig ekki fært um að mæta skal hann senda formlegt bréf sem inniheldur ástæðu fyrir fjarvistinni á keppnisstjóra fyrir fundinn.

Vinsamlegast virðið tímasetningu og mætið á réttum tíma.


Starfsfólk

Okkur vantar starfsfólk!

Kæri keppandi,  okkur þætti vænt um að þú myndir leggja okkur lið og útvega okkur starfsfólki fyrir keppnina. Ef þú sérð hinsvegar ekki fram á geta það biðjum við þig vinsamlegast að millifæra 15.000,- kr. (starfsmannakvöð) inn á eftirfarandi reikning.

Rknr. 0130-26-000796 Kt. 571177-0569

Þetta verður að gerast áður en keppnisskoðun hefst annars fær áhöfn ekki rásleyfi. Ef þú ert kominn með starfsmenn sendu tölvupóst á keppnisstjorn@bikr.is með eftirfarandi upplýsingum; nafn starfsmanna, aldur og símanúmer.

Starfsmenn fá 1000,- kr. Fyrir nesti og þeir sem eru á bíl fá bensínkostnað (reiknað eftir kílómetrafjölda), þeir fá eyðublað sem þarf að fylla út og skilast til keppnisstóra, á starfsmenn á bíl eyðublað sem þeir þurfa að fylla út og afhenda keppnisstjóra. Starfsmönnum verður boðið í kvöldmat á laugardeginum, frítt á tjaldsvæðið á Hólmavík og frítt í sund. Starfsmenn þurfa að hafa samband við keppnisstjóra (692-9594) til að fá armband sem gildir á tjaldsvæðið og í sund.

Starfsmanna fundur
Hvar: Stjórnstöð (sjá mynd neðar)
Hvenær: 26.Júní kl. 19:00

 

Stjórnstöð keppninnar.

Stjórnstöð verður staðsett í andyrinu á félagsheimilinu ( Sjá mynd ). Uppslýsingatafla keppninnar verður staðsett í stjórnstöðinni og verður líka aðgengileg á www.bikr.is .

 

 

Stjórnin