Hamingjurall á Hólmavík – Upplýsingaskýrsla 3

Upplýsingaskýrsla 3

 

Áhöfn númer 7 fékk leyfi frá tengilið keppenda til að “checka” sig inn á Reykjanesi í staðin fyrir að keyra eins og brjálæðingar inná Hólmavík. Þaðan fengu þau svo að keyra að Þorskafjarðarheiði en byrjuðu ekki að leiðarskoða fyrr en á settum tíma.

 

Breyting á dagskrá.

Keppendafundur verður haldinn í íþróttahúsinu þann 28.júní klukkan 19:00 og sömuleiðis starfsmannafundur

 

Grill og skemmtun 🙂 .

Sundlaugin verður opin til klukkan 21:00 föstudaginn 28.júní og laugardaginn 29.júní.

Þeir sem skráðir eru í mat á laugardagskvöldi ! Kvöldmaturinn byrjar klukkan 19:00 og er haldinn í félagsheimilinu. Rally Quiz verður svo strax eftir matinn og vinningurinn er ekki af verri . Við viljum hvetja alla til að pússa dans skóna og skella sér á ballið sem er í félagsheimilinu klukkan 23:00. Bandið Allt í einu spilar fyrir dansi og heyrst hefur að þeir séu þeir bestu í bransanum.