Hamingjurallý á Hólmavík (4)

Upplýsingaskýrsla 4

 

Leiðarskoðun

Leiðarskoðun fer fram á föstudaginn þann 26.Júní. Fyrstu 6 í rásröð byrja á að skoða Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes frá kl 8:00-12:30 og Þorskafjarðarheiði frá klukkan 13:30-18:00. Seinni 6 í rásröð byrja hinsvegar á Þorskafjarðarheiði og skella sér svo á Eyrarfjallið og Vatnsfjarðarnesið eftir hádegi.Tímarnir ættu að vera rúmir fyrir leiðarskoðun og gert er ráð fyrir hádegishléi þarna á milli. Við biðjum keppendur um að koma og láta vita af sér í stjórnstöðinni í hádegishléi og aftur seinni partinn eftir að leiðarskoðun lýkur. Ef keppendur mæta ekki í stjórnstöð getur það varðað við refsingu og fer það fyrir dómnefnd, sama á við ef keppendur byrja að leiðarskoða fyrir settann tíma.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á keppnisstjorn@bikr.is varðandi leiðarskoðunarbíl : bílnúmer , gerð og lit . Endilega setjið rásnúmerið ykkar svo í aftur-rúðuna.

Við minnum á að Eyrarfjall og Þorskafjarðarheiði er keyrt í báðar áttir og þar, líkt og auðvitað allstaðar þarf að gæta fyllstu varúðar við leiðarskoðun. Þrengingar verða á Þorskafjarðarheiði og Vatnsfjarðarnesi , þær verða merktar og ættu ekki að fara framhjá neinum. Í öllum þrengingum ferðu inn hægramegin.

Þrengingar :
Þorskafjarðarheiði SS1 og SS7 , Þrenging (1)  er staðsett 18km frá starti og
þrenging (2) er 19,1km frá starti.
Vatnsfjarðarnes SS3 , þrenging (1) er staðsett 2,7km frá starti og þrenging (2) er 7,2km frá starti.
Þorskafjarðarheiði SS5 og SS6, þrenging (1) er staðsett 2,9km frá starti og
þrenging (2) er 3,8km frá starti.

Þar sem sérleið byrjar er búið að merkja með hvítu og þar sem hún endar er merkt með dökk appelsínugulu útí kanti.

Að lokum leiðarskoðunar hefst fundur með keppendum klukkan 20:00 í stjórnstöð.
SKYLDUMÆTING.

Leiðarbók

Leiðarlýsing Hólmavík20

 

Svona lýta þrengingarnar út.

 

Ef það eru einhverjar spurningar , þá er alltaf hægt að heyra í keppnisstjóra í síma 6929594