Haust-Rallý 2020 (1)

Upplýsingaskýrsla 1

Dagskrá Haustrallý.

11.September – Skráning hefst (Keppnisgjald 15.000 kr per ökumann) http://skraning.akis.is/keppni/268
Starfsmannakvöð er 15.000kr. Til að skrá starfsmenn þarf að senda póst á emailið : keppnisstjorn@bikr.is þar þarf að koma framm nafn , símanúmer og aldur starfsmanna.

Keppendur geta því miður ekki skráð starfsmenn og ákveðið stöðu þeirra – starfsmannastjóri ákveður það og sér um að kenna öllum þá stöðu sem þeir eru settir í.Ef þú sérð hinsvegar ekki fram á geta skaffað starfsmenn biðjum við þig vinsamlegast að millifæra starfsmannakvöð inn á eftirfarandi reikning.

Rknr. 0130-26-000796 Kt. 571177-0569

Þetta verður að gerast áður en keppnisskoðun hefst annars fær áhöfn ekki rásleyfi

Starfsmenn þurfa að geta mætt á starfsmannafund þann 25.September klukkan 18:30

Keppendur sem skaffa starfsmenn sjá til þess að starfsmenn sínir  mæti á fundinn. Ef starfsmaður kemst ekki þarf að láta keppnisstjóra vita. Ef starfsmaður kemur ekki , þarf keppandi að mæta í staðinn. Komi hvorki starfsmaður eða keppandi fær sú áhöfn sekt uppá 15.000kr.

11.September – Tímamaster birtur með fyrirvara um breytingar.

20.September – Skráningu lýkur kl.23.59

23.September – Keppnisskoðun í Frumherja kl 18:00 ( Hádegismóar 8 110 Reykjavík )

Við viljum minna á að refsing er gefin fyrir að mæta of seint í keppnisskoðun.(Refsing 10 sec fyrir hverja byrjuðu mínútu)

Rásröð Birt

20:00 Fundur með keppendum , Bíljöfur Smiðjuvegi 34 (gul gata).

Skyldumæting er á fundinn, ef keppandi sér sig ekki fært um að mæta skal hann senda formlegt bréf sem inniheldur ástæðu fyrir fjarvistinni á keppnisstjóra fyrir fundinn.

Vinsamlegast virðið tímasetningu og mætið á réttum tíma.

25.September – Starfsmannafundur Bíljöfur Smiðjuvegi 34/200 Kópavogi kl.18:30

26.September – Keppni hefst við fyrstu sérleið. Keppendur mæta fyrir klukkan 8:45.

26.September – Keppnislok og verðlaunaafhending  klukkan 16:00 uppá AÍH Svæði.

 

Tímamaster

 

 

Leiðarskoðun.

Leiðarskoðun er ekki háð neinum tímum og er frjálst að fara hvenar sem er. Hinsvegar eru aðeins leyfðar 2 ferðir yfir hverja leið og ætlum við að treysta því að það sé gert. VINSAMLEGAST keyrið á löglegum hraða í leiðarskoðun, ef keppendur verða varir við að aðrir keppendur séu að aka á ofsa hraða eru þeir beðnir um að láta keppnisstjóra vita.
-Senda skal email með upplýsingum varðandi leiðarskoðunar bifreið (númer,gerð og lit) , hvenar áætlað sé að skoða og hvað á að skoða á emailið keppnisstjorn@bikr.is.
Keppendum ber sú skylda að setja rásnúmerið sitt í afturrúðu á leiðarskoðunarbíl.

Ef það eru einhverjar vangaveltur eða spurningar útí leiðarnar þá mælum við með því að keppendur heyri í keppnisstjóra áður en lagt er af stað þar sem símasamband getur verið úti sumstaðar.

-Uxahryggir byrja við skilti á hægri hönd þegar ekið er inn á veginn.
-Kaldidalur byrjar á milli grasbatta og endar við vörðuna ( 15km) . Mælum samt með því að skoða upp að jökuls-afleggjaranum ef það skildi ekki vera kominn snjór. Ef það er ekki kominn snjór þegar keppni hefst þá er Kaldidalur keyrður eins og vanalega.
-Djúpavatn er ekið eins og áður.