Haust-Rallý 2020 (4)
Upplýsingaskýrsla 4.
Kæru keppendur.
Afsakið töfina , leyfin eru komin og ég get LOKSINS birt þennann blessaða tímamaster.
Vonandi sýnið þið þessari töf skilning og vinnunni á bak við hana.
Uppfærður og Staðfestur Tímamaster.
MÆTING : 8:45 á þjónustusvæði fyrir framan Uxahryggi ( Þingvallarmegin ).
Þjónustubann : Eftir SS1 OG SS3
Uppfærð Stjórn.
Skráning Þjónustumanna og gesta-ökumenn.
Skráning Þjónustumanna þarf að senda á bikr@bikr.is fyrir klukkan 20.00 í kvöld. Hver áhöfn má hafa 3 þjónustumenn og 1-2 gesta-ökumenn.
Rallycrossbrautin verður ekki ekin sem sérleið en keppendum er leyft að keyra brautina 3 hringi í einu með gesta-aðstoðarökumann. Gesta-aðstoðarökumaður verður að vera í viðeigandi öryggisfatnaði og öryggisbúnað.
Áhorfendur eru leyfðir á áhorfendasvæði en alls ekki fleiri en 200 manns. Áhorfendur eru alls ekki leyfðir inn í pitt eða nálægt svæði keppenda. Áhorfendur eru beðnir um að halda sig inní bílum og ekki vera á flakki um svæðið. Ef áhorfandi fylgir ekki reglum verður honum vísað út af svæðinu.
Kær Rallý kveðja
Hanna Rún Ragnarsdóttir