Kemi rallið 2018 – Dagskrá – tímamaster

Kemi rallið 2018 fer fram laugardaginn 22. september.

Uppfært 5.9.2018 kl 23:05 (Ofurleið).
Uppfært 6.9.2018 kl. 10:06 (Keppnisskoðun)

Eknar verða 4 ferðir yfir Kaldadal, frá afleggjaranum inn á Skjaldbreiðarveg og að afleggjaranum að Langjökli, hver sérleið er 28 kílómetrar.  Tímamaster er frekar rúmur svo keppendur hafa einhvern tíma til viðgerða milli umferða.

Keppnin hefst við upphaf fyrstu sérleiðar og keppnisstjóri gefur út hvenær og hvar henni lýkur í síðasta lagi sunnudaginn 16. september kl 20:00.

Dagskrá:

þriðjudagur, 4. september 2018 Tímamaster og dagskrá birt
miðvikudagur, 5. september 2018 Skráning hefst, linkur á skráningarsíðu er hér
sunnudagur, 16. september 2018 Keppnisstjóri gefur út hvar keppninni lýkur kl 20:00 í síðasta lagi
sunnudagur, 16. september 2018 Skráningu lýkur kl 22:00, keppnisstjóri getur heimilað eftirá skráningu gegn hærra gjaldi (10.000)
mánudagur, 17. september 2018 Rársröð birt kl 22:00
þriðjudagur, 18. september 2018 Keppnisskoðun hjá Hertz Selhellu 5 Hafnarfirði kl 18:00
laugardagur, 22. september 2018 Keppendur mæta að fyrstu sérleið

Starfsfólk og ábyrgðarmenn:

Keppnisstjóri: Bragi Þórðarson, S: 856-1873  bragithordar@gmail.com

Skoðunarmaður: Þórður Andri McKinstry

Öryggisfulltrúi: Þórarinn Þórsson

Dómefnd skipa: (TBN, auglýst síðar)

Keppnistjöld eru kr. 30.000.- og keppendur eru hvattir til að aðstoða við að manna keppnina sem ætti að vera auðvelt þar sem þjónustuliðin eru allan tímann við tímastöðvar keppninnar.  Athugið að skráningu lýkur 16. sept en keppnisstjóri getur heimilað skráningu fram að keppnisskoðun gegn hærra gjaldi, keppnisgjald hækkar 40.000.-

Tímamaster keppninnar er eftirfarandi: (Breytt 21.9.2018 kl 19:15)

 

Síðasta leið keppninnar er ofurleið.

Opinber upplýsingatafla keppninnar er www.bikr.is

kv,
Keppnisstjórn