Kemi rallið 2018 – Upplýsingaskýrsla 1-13

Upplýsingaskýrslur keppninnar verða allar í þessu skjali.

1.
5.9.2018.  Bætt við dagskrá keppninnar upplýsingum um ofurleið.  Síðasta sérleið er ofurleið.

2.
6.9.2018.  Breyting, keppnisskoðun fer fram þriðjudaginn 18. en ekki fimmtudaginn 20. eins og fyrr hafði verið gefið út.

3.
16.9.2018. Rallið heitir nú Kemi rallið. Verðlaunaafhending verður á Ölhúsinu, Reykjavíkurvegi 60 í Hafnafirði kl. 21.

4.
17.9.2018.  Keppnisstjórn hefur gefið út rásröð.

5.
17.9.2018.  Útlit er fyrir snjókomu á Kaldadal rétt fyrir keppni.  Gangi spár eftir hyggst keppnisstjórn heimila keppendum að aka leiðina að morgni fyrir keppnina.  Keppendur geta ekið leiðina á rallýbílunum ef þeir kjósa svo en annars á öðrum bíl.  Keppnisstjórn mun leiða röðina.  Tilgangurinn er að gera keppendum ljóst hvernig aðstæður eru á hverjum stað og einnig að „ryðja“ leiðina.  Föstudagskvöldið 21. sept kl. 20:00 mun keppnisstjórn gefa út hvort þessi ráðstöfun verði gerð.

6.
17.9.2018.  Keppninni lýkur við lok síðustu sérleiðar.

7.
18.9.2018.  Dómnefnd hefur samþykkt skráningu Sighvats Sigurðssonar og Daníels Sigurðssonar sem kom of seint.  Rásröð hefur verið uppfærð.

8.
20.9.2018.  Dómnefnd hefur heimilað skipti á aðstoðarökumanni hjá Henning Ólafssyni.  Sigríður Alma Ómarsdóttir tekur við af Árna Gunnlaugssyni.  Rásröð hefur verið uppfærð.

9.
20.9.2018.  Keppnisstjórn mun kanna ástand leiðarinnar um Kaldadal á morgun (föstudaginn 21. sept) vegna snjókomu sem hefur gert leiðina illfæra.  Áætlað er að gefa út tilkynningu kl 20:00 sama dag.  Hugsanlegt er að rallinu verði frestað reynist leiðin ófær.

10.
21.9.2018.  Vegna ófærðar hefur keppnisleiðin verið stytt niður í 13 kílómetra, talið frá Skjaldbreiðarvegi.  Eknar verða 6 ferðir um leiðina í stað þeirra fjögurra sem áætlað var.  Síðasti kílómeterinn er háll og verða hálkublettir á þeim kafla merktir með viðvörunar-þríhyrningum.  Öryggisfulltrúi ásamt fleirum munu aka leiðina að morgni keppnisdags með tilliti til ástands vegar.

11.
21.9.2018.  Keppendum er heimilt að kanna ástand vegarins að morgni keppnisdags.  Keppendur þurfa að vera komnir út af leiðinni fyrir kl 08:30.  Ef áhöfn er enn inni á leiðinni eftir kl 08:30 ákvarðar dómnefnd refsingu hennar.  Keppendum er heimilt að kanna ástand vegarinns á keppnisbifreiðum en eru jafnframt áminntir á þeir eru í opinni umferð og allur hraðakstur veldur refsingu sem dómnefnd ákveður á staðnum.  Keppnisstjórn mun ekki leiða „röð“ í þessari leiðarskoðun svo keppendum er heimilt að fara inn á leiðina hvenær sem er eftir kl 07:30 að morgni keppnisdags.  Aðeins ein ferð fram og til baka er leyfileg, dómnefnd ákveðu refsingu ef áhöfn telst uppvís af frekari leiðarskoðun.

12.
21.9.2018.  Tímamaster hefur verið uppfærður vegna ástands vegar, ferðum fjölgar og sérleiðin styttist.

13.
21.9.2018.  Veitt verða peningaverðlaun fyrir árangur í keppninni.  Styrktaraðili keppninnar, Kemi, ætlar að veita sigurvegurum keppninnar peningaverðlaun sem hér segir.  Fyrir fyrsta sæti yfir heildina, kr 80.000.-.  Fyrir fyrsta sæti í AB varahlutaflokki, kr 40.000.-