Hólmavíkurrall BÍKR – Leiðarlýsing

Hólmavíkur rall BÍKR 2018
Leiðarlýsing

Hólmavík – Þorskafjarðarheiði a (50,0km)
Frá N1 Hólmavík til vinstri inná Hafnarbraut og síðan til vinstri inná veg 61.  Síðan er beygt til hægri inná veg 60. Hann ekinn að vegi 608 þar sem beygt er til hægri og ræst 200m inná veginn.

Sl. 1: Þorskafjarðarheiði  a (25km)
Eknir 25km eftir vegi eða þar til komið og flaggað út 400m fyrir gatnamót.

Þorskafjarðarheiði – Eyrarfjall 44km
Eftir að flaggað er út er haldið áfram eftir vegi 608 og beygt til vinstri inn á veg 61 Djúpvegur.Hann ekinn 44km þar til komið er að slóða vinstra megin.

Sl. 2: Eyrarfjall norður  (10.6km )
Eyrarfjall Norður – Vatnsfjarðarnes 16km
Eftir að flaggað er út er haldið áfram eftir vegi 633  Vatnsfjarðarvegur og síðan beint inná Mjóafjarðarveg 633 og ræst þar skömmu eftir gatnamót.

Sl 3: Vatnsfjarðarnes (9,7km)
Vatnsfjarðarnes – Eyrarfjall suður 18km
Ekið til hægri á gatnamótum inn á veg 61 og síðan til vinstri inn veg 633 og ekið sem leið liggur inn fjörðin að gatnamótum þar sem beygt er til vinstri og ræst skömmu eftir gatnamótin.

Sl 4: Eyrarfjall suður (10,6km)
Eyrarfjall suður- Hólmavík 73km
Ekið útá veg 61 og sem leið liggur alla leið að Hólmavík þar sem beygt er til vinstri inn á Hafnarbraut og í viðgerðarhlé við N1 stöðina.

Hádegishlé
Hólmavík – Þorskafjarðarheiði B (50,0km)
Frá N1 Hólmavík til vinstri inná Hafnarbraut og síðan til vinstri inná veg 61.  Síðan er beygt til hægri inná veg 60. Hann ekinn að vegi 608 þar sem beygt er til hægri og ræst 200m inná veginn.

Sl. 5: Þorskafjarðarheiði  b (25km)
Eknir 25km eftir vegi eða þar til komið og flaggað út 400m fyrir gatnamót.

Þorskafjarðarheiði b – Kaldrananes a 23km
Ekið til hægri útá veg 61 og svo til vinstri inn á veg 643 og svo beint áfram inn á veg 645 og í gegnum bæinn Drangsnes – ræst skömmu síðar.

Sl. 6: Kaldrananes a – (12,8km)
Kaldrananes a – kaldrananes b 30km
Haldið áfram eftir vegi 643 þar til komið er að gatnamótum, þar er beygt til vinstri og ekið sömu leið og áður í gegnum Drangsnes þar sem ræst verður skömmu síðar.

Sl. 7: Kaldrananes b  (12.8km)

Kaldrananes b – Hólmavík 43km
Haldið áfram eftir vegi 643 þar til komið er að gatnamótum, þar er beygt til hægri og ekið að næstu gatnamótum þar sem beygt er til vinstri á veg 61 Djúpveg. Hann ekinn alla leið að Hólmavík þar sem beygt er til vinstri inn Hafnarbraut og lýkur keppninni við N1 stöðina þar.

Athugið að kílómetratölur eru ekki staðfestar og gætu breyst lítillega.

Daníel Sigurðarson – keppnisstjóri
Gsm 8240672