Kemi rallið 2018 – Úrslit

Hér eru opinber úrslit úr Kemi rallinu í dag. Kærufrestur er tveir tímar eða til kl. 19:40. Kærur/athugasemdir skulu berast til keppnisstjóra, Braga Þórðarsonar, S: 856 1873, bragithordar@gmail.com.
Kærugjald er kr. 20.000 og greiðist inn á reikning Bíkr, sjá bikr.is. Kvittun sendist á ofangreint netfang.

Uppfært 22.9.2018 kl 18:30.  Leiðrétt úrslit.  Bíll no 2, (Baldur og Heimir) færast niður um eitt sæti og bíll no 19 (Arnkell og Ragnar) færast upp um tvö sæti.  Báðar breytingarnar koma til vegna rangs innsláttar og er beðist afsökunar á því.  Þess má geta að Heimir Jónsson, aðstoðarökumaður bíls no 2 benti sjálfur á villuna sem færði þá sæti neðar.  Haft hefur verið samband við þær áhafnir sem tapa á breytingunni.

Uppfært kl 19:40.  Kærufrestur er liðinn án frekari athugasemda og túlkast ofangreind úrslit því sem endanleg.

Keppnisstjórn langar að þakka öllum keppendum og starfsfólki fyrir frábæran dag.