Næturrall Húsasmiðjunnar, upplýsingaskýrsla 1

Upplýsingaskýrsla 1
Dags. 19.09.2017

1. Rallið sem hefur verið kallað hingað til Haustrall BÍKR 2017, mun hér eftir heita “Næturrall Húsasmiðjunar“. Húsasmiðjan gefur verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin yfir heildina. (Overall).

2. Ofurleiðin sem er síðasta sérleiðin í rallinu, mun kallast hér eftir „Ofurleið Iðnvéla“. Iðnvélar gefa verðlaun fyrir fljótasta tíma á Non-Turbo bíl á þeirri leið.

3. Verðlaunaafhending fer fram á laugardagskvöldinu 23.september í sal Ásatrúarfélagsins að síðumúla 15 Reykjavík. Mæting kl. 19 og salinn höfum við til miðnættis.

4. Rásröð hefur breyst en að ósk áhafnar á bíl No. 07, og með samþykki beggja áhafna, hefur áhöfn á bíl No. 49 verið færð fram fyrir þá í rásröð.