Ný stjórn – Rallý kynning – Bjórkvöld

Elsku mótorsport fjölskylda,

Árið 2019 byrjar með glæsibrag. Þann 20. febrúar var kosin ný stjórn og er hún farin að skipuleggja sumarið. Stjórnin samanstendur af eftirfarandi einstaklingum:

Formaður – Sigurjón Árni Pálsson 
Gjaldkeri – Kolbrún Vignisdóttir
Stjórn – Guðmundur Örn Þorsteinsson
Stjórn – Baldur Arnar Hlöðversson
Stjórn – Hjalti Snær Kristjánsson

Varastjórn – Helgi Óskarsson
Varastjórn – Gunnbjörn Gísli Kristinsson

Einnig var Hanna Rún Ragnarsdóttir valin sem skemmtanastjóri og stefnt er að því að halda skemmtilega viðburði á þessu ári samhliða keppnistímabilinu.

RALLÝ KYNNING

Haldin verður kynning á Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur og rallakstri þann 6. apríl nk. í Bíljöfur á Smiðjuvegi 34 (gul gata). Húsið verður opið frá kl. 12-18.

Rallýbílar verða til sýnis og keppendur í greininni að kynna keppnistæki sín og sportið sjálft. Hægt verður að kynna sér starfsemi klúbbsins og skrá sig á staðnum.

Við mælum eindregið með því að fólk mæti á þennan viðburð og kynni sér þessa frábæru íþrótt og komi til að skoða flott keppnistæki.  https://www.facebook.com/events/313763066006684/

BJÓRKVÖLD BÍKR

Eftir rallý kynninguna ætlum við að fagna því að mótorsport tímabilið 2019 sé að hefjast. Við ætlum að hittast á Hverfisbarnum sem staðsettur er á Hverfisgötu 20 kl. 20:00. Það verður frír bjór á meðan birgðir endast og viljum við minna á að aldurstakmarkið er 20+. Komdu og fagnaðu með okkur – þú hefur gott af því 🙂   https://www.facebook.com/events/306162630073721/

Hlökkum til að sjá ykkur !