Rallý Reykjavík 2017 leiðarlýsing

Rally Reykjavík 2017

Leiðalýsing

 

LEG 1

Ræst er frá Perlunni.  Frá henni er ekið með Bústaðarvegi, Kringlumýrarbraut, Hafnarfjarðarvegi og Keflavíkurveg að Kaldárselsvegi.  Honum er ekið næstum alla leið að Kaldárseli, sumarbúðum KFUM, þar er beygt til hægri eftir slóða.  Athugið að þjónustubann er á Kaldárselsvegi.
SS 1 – Hvaleyrarvatn

Ekið að Hvaleyrarvatni, nánari lýsing á mynd hér að neðan.  Eftir SS 1 er beygt til vinstri og þaðan keyrt að Krýsuvíkurvegi(42) og þar beygt til vinstri.  Krýsuvíkurvegur ekinn þar til beygt er til hægri inn á Vigdísarvelli(428).
SS 2 – Djúpavatn suður

Ræst er strax inn á vegi 428.  Nánari lýsing á sérleið er á mynd hér að neðan.  Eftir SS 2 er vegur 428 kláraður að vegi 42 og þar beygt til vinstri.  Aftur er beygt til vinstri inn á Krýsuvíkurveg(42) og þaðan er ekið alla leið að helluhverfi í Hafnarfirði og beygt til vinstri inn í Álfhellu.  Álfhella ekin beina leið að svæði Kvartmíluklúbbsins.
SS 3 – Kvartmílubraut 1

Ekið er í kringum svæði Kvartmíluklúbbsins.  Athugið að þarna er um að ræða malarveg á sérleiðinni, ólíkt síðustu skiptum þegar keyrt hefur verið á svæði Kvartmíluklúbbsins.


SS 4 – Kvartmílubraut 2

Sama og SS 3.
Eftir SS 4 er ekið frá svæði Kvartmíluklúbbsins til Krýsuvíkurvegs þar sem beygt er til vinstri.  Næst er ekið að Reykjanesbraut og beygt til hægri.  Reykjanesbraut er keyrð alla leið að þjónustusvæði.
Þjónustusvæði 1

Þjónusta keppnisbifreiða fer fram á bílaplani Olís við Mjódd.

Eftir þjónustusvæði er ekið að næturgeymslu bifreiða.
LEG 2
Ekið er frá næturgeymslu bifreiða sem leið liggur að Selfossi.  Áfram er haldið eftir Selfoss með Suðurlandsvegi(1) og beygt til vinstri fljótlega eftir Hellu(beygt til vinstri inn á veg 264, Rangárvallavegur).  Inn á Rangárvallavegi er beygt til vinstri inn á Fjallabaksleið syðri(F210) og hann ekinn alla leið í gegnum Skógshraun þar til beygt er til vinstri inn á veg um Heklu.
SS 5 – Hekla norður 1

Ræst er strax eftir krappa hægri beygju sem liggur undir Vatnafjallarana.  Sjá nánari lýsingu á sérleið á mynd hér að neðan.  Flaggað er út rétt fyrir gatnamót milli Rauðuskál og Rauðkembinga.  Beygt er til hægri á gatnamótum og ekið niður hálsinn meðfram Rauðuskál þar til vegurinn skiptist í tvær áttir.  Þá er beygt til hægri og ræst inn á næstu sérleið skömmu síðar.
SS 6 – Bjallahraun/Dómadalur 1

Inn á sérleiðinni er beygt til vinstri inn á veg F225 og svo aftur til vinstri á gatnamótum að Heklu.  Nánari lýsingu á sérleið má sjá á mynd hér að neðan.
SS 7 – Hekla suður 1

SS 5 ekin í gagnstæða átt.  Eftir sérleið er ekin sama leið niður að Suðurlandsvegi(1) og þá beygt hægri í átt að Hellu.  Þjónustusvæði verður á Hellu.
Þjónustusvæði 2 – Hella

 

LEG 3
Þegar ekið er frá Hellu inn í LEG 3 er sama leið ekin og að SS 5.  Semsagt keyrt í austur frá Hellu, beygt til vinstri inn á Rangárvallaveg(264), beygt til vinstri inn á Fjallabaksleið syðri(F210) og næst til vinstri inn á leið um Heklu.
SS 8 – Hekla norður 2

Sama og SS 5.  Eftir sérleið er sama ferjuleið ekin og að SS 6.
SS 9 – Bjallahraun/Dómadalur 2

Sama og SS 6.  Eftir sérleið er sama ferjuleið ekin og að SS 7.
SS 10 – Hekla suður 2

Sama og SS 7.  Eftir sérleið er ekin sama ferjuleið og að Þjónustusvæði 2 á Hellu.  Haldið áfram eftir Hellu í átt að Reykjavík.  Áður en komið er til Reykjavíkur er beygt til vinstri inn á Bláfjallaveg(417) og því næst beygt til hægri inn á Krýsuvíkurveg(42).  Næst er beygt til vinstri inn í Álfhellu og að svæði Kvartmíluklúbbsins.
SS 11 – Kvartmílubraut 3

Sama og SS 3.
SS 12 – Kvartmílubraut 4

Sama og SS 4.  Eftir sérleiðina er ekin sama ferjuleið og að Þjónustusvæði 1(Olís við Mjódd).
Þjónustusvæði 3

Þjónusta keppnisbifreiða fer fram á bílaplani Olís við Mjódd.

Eftir þjónustusvæði er ekið að næturgeymslu bifreiða.
LEG 4
Ekið er frá næturgeymslu bifreiða í átt að Selfossi eftir þjóðvegi 1.  Skömmu eftir að ekið er framhjá Olís í Norðlingaholti er beygt til vinstri inn á Hafravatnsveg(431) og hann keyrður beint áfram inn á Nesjavallaleið(435).  Ræst er inn á næstu sérleið nokkrum kílómetrum áður en komið er að Grafningsvegi(360).
SS 13 – Hengill austur

Ræst er inn á sérleið neðst í brekkunni, sjá nánari lýsingu á sérleið á mynd hér að neðan.  Flaggað er út skömmu áður en komið er að Grafningsvegi(360).  Eftir sérleið er beygt til vinstri á gatnamótum inn á Grafningsveg, því næst til hægri inn á Þingvallaveg(36).  Beygt til vinstri af Þingvallavegi inn á Uxahryggjaveg(550).  Vegur 550 er svo ekinn þar til beygt er til vinstri inn á Gamla Uxahryggjaveg(52).  Ræst er inn á sérleið skömmu síðar.
SS 14 – Tröllháls/Kaldidalur

Ræst er inn á sérleiðina í brekkunni rétt fyrir krappa vinstri beygju efst á hæðinni sem vegurinn liggur á.  Um sérleiðina er ekið um veg 52 og til vinstri inn á veg 550 og hann keyrður alla alla leið að afleggjara að Langjökli(551).  Flaggað er út af sérleið skömmu fyrir þann afleggjara.  Sjá nánari lýsingu á mynd hér að neðan.
Viðsnúningur.
SS 15 – Kaldidalur/Tröllháls

SS 14 ekin í gangstæða átt.  Eftir sérleið er ekin sama ferjuleið og að SS 14, nema í gagnstæða átt.
SS 16 – Hengill vestur

SS 13 ekin í gagnstæða átt.  Eftir sérleið er ekið eftir Nesjavallaleið(435) og beina leið inn á Hafravatnsveg(431).  Næst er beygt til vinstri á þjóðveg 1.  Beygt til hægri inn á Bláfjallaveg(417).  Því næst er beygt til vinstri á Krýsuvíkurveg(42) og hann ekinn alla leið að vegi 427 þar sem beygt er til hægri.  Aftur er beygt til hægri inn á veg 428.  Ekið áfram að gatnamótum inn á Vigdísarvelli og beygt til vinstri.  Ræst inn á sérleið skömmu síðar.
SS 17 – Djúpavatn norður

SS 2 ekin í gagnstæða átt.  Eftir sérleið er beygt til vinstri inn á Krýsuvíkurveg(42).  Næst til hægri inn á Reykjanesbraut.  Reykjanesbraut er ekin að Reykjavíkurvegi.  Þá til hægri eftir honum og Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi og beygt til vinstri.  Aftur er beygt til vinstri að Perlunni þar sem rallinu lýkur og keppendur afhenda tímabók.

 

Bjallarhraun
Djúpavatn
Hekla
Hengill
Hvaleyrarvatn
Kaldidalur – Tröllháls