Rally Reykjavík 2019 – Upplýsingaskýrsla 2

Góða kvöldið kæru keppendur.

Við breyttum keppnisgjaldinu í 60.000 kr. Þann 12. ágúst mun keppnisgjaldið svo hækka í 70.000kr.

Ástæða fyrir því að starfsmannakvöðin hækkaði var vegna þess að þetta er þriggja daga rall og erum við að fá það í gegn að bæta við sérleiðum , til þess að það fari í gegn þurfum við starfsfólk. Eins leiðinlegt og það er að hafa þessa kvöð þá því miður urðum við að hækka hana svo keppendur myndu kanski leggja meira á sig í að finna starfsfólk. Ég lét ykkur vita með fyrirvara til að koma í veg fyrir að þið þyrftuð að borga þessa kvöð. Öll hjálp er mjög vel þegin , þurfið ekki endilega að redda 2-3  starfsmönnum en ef þið náið að redda einhverjum 1 starfsmanni og hjálpa þá við eitthvað annað í leiðinni þá auðvitað tökum við því fagnandi og þið sleppið við að borga kvöðina.

Hækkuð keppnisgjöld eru vegna þess að þetta er dýrt rall og það er bara mjög margt sem telur þar sem ekkert er frítt í dag. Ég ákvað að lækka þau niður í 60.000 kr þangað til 12.ágúst því auðvitað vil ég að sem flestir mæti og hafi gaman.

 

Breytt dagskrá

29.júlí           -Skráning hefst
12.ágúst      -Keppnisgjald hækkar í 70.000kr
25.ágúst      -Skráningu lokið 23:59
26.ágúst      -Starfsmannafundur uppá Rallycross braut AÍH Kapelluhrauni  klukkan 19:00
Skyldumæting fyrir starfsmenn !!! Ef starfsmenn sjá sér alls ekki fært um að koma þurfa þeir                             að láta vita.
26.ágúst      -Rásröð birt
27.ágúst      -Keppnisskoðun 18:00 Frumherji Hádegismóum.
27.ágúst      -Keppnisstjóri afhendir leiðarbók og önnur gögn.
27.ágúst         -Leiðarskoðun um Kvartmílubraut klukkan 20:30
29.ágúst      -Keppni hefst. Parc Ferme 16:15 Olís Mjódd.
31.ágúst      -Keppni lýkur
31.ágúst      -Verðlaunaafhending og matur klukkan 20:00

 

Ef það eru einhverjar ábendingar eða spurningar þá er hægt að ná í mig í síma eða á facebook.

 

Kær kveðja

Hanna Rún Ragnarsdóttir Keppnisstýra  
s:692-9594