Rally Reykjavík 2019 – Upplýsingaskýrsla 4.

Upplýsingaskýrsla 4.

Leiðarskoðun.

Leiðarskoðun er ekki háð neinum tímum og er frjálst að fara hvenar sem er. Hinsvegar eru aðeins leyfðar 2 ferðir yfir hverja leið og ætlum við að treysta því að það sé gert. VINSAMLEGAST keyrið á löglegum hraða í leiðarskoðun, ef keppendur verða varir við að aðrir keppendur séu að aka á ofsa hraða eru þeir beðnir um að láta keppnisstjóra vita.
-Senda skal email með upplýsingum varðandi leiðarskoðunar bifreið (númer,gerð og lit) , hvenar áætlað sé að skoða og hvað á að skoða á emailið bifreidaithrottaklubbur@gmail.com.
Ef það er þurrt úti þá verður mikið um ryk hjá Skíðsholti , vinsamlegast keyrið aðeins hægar þar í gegn.

Kvartmílubrautin
Verður skoðuð í halarófu þann 27.ágúst klukkan 20:30 eftir keppnisskoðun.

Jökulhálsleið
Þegar þið eruð komin smá spöl inná leiðina ( Arnarstapa megin ) skiptist vegurinn í tvennt (vinstri og hægri) . Þið eigið að beygja til hægri. Við merktum veginn með appelsínugulum steinum sitthvoru megin við hann.

Berserkjahraun og Skíðsholt. 
Þessar leiðar eru keyrðar 2 sinnum í sömu áttina.

 

Ef það eru einhverjar spurningar er alltaf hægt að senda mér email eða hringja í mig.

Kær kveðja

Hanna Rún Ragnarsdóttir