Rallý Reykjavík Upplýsingaskýrsla 1-1 Uppfært 11.08

RALLÝ REYKJAVÍK

(Leiðaskoðun – Keppnisskoðun – Starfsmannakvöð – Service.)

 

Leiðarskoðun.

Leiðarskoðun er ekki háð neinum tímum og er frjálst að fara hvenar sem er. Hinsvegar eru aðeins leyfðar 2 ferðir yfir hverja leið og ætlum við að treysta því að það sé gert. VINSAMLEGAST keyrið á löglegum hraða í leiðarskoðun, ef keppendur verða varir við að aðrir keppendur séu að aka á ofsa hraða eru þeir beðnir um að láta keppnisstjóra vita.
-Senda skal email með upplýsingum varðandi leiðarskoðunar bifreið (númer,gerð og lit) , hvenar áætlað sé að skoða og hvað á að skoða á emailið rallyreykjavik@gmail.com

Keyrt verður Kvartmílubrautina eftir keppnisskoðun þann 21.ágúst klukkan 21:00.

**START**
Á flest öllum leiðum er merkt með appelsínugulu spreyji hvar ræst er inná leiðina ( eins og sjá má sitthvoru megin við ryðdolluna á myndinni) . Vonandi verða steinarnir þarna ennþá þegar þið komið að leiðinni. Er mjög hrædd um að einhverjir túristar eigi eftir að stela þeim þar sem þeir eru svo hrikalega vel málaðir hjá okkur.  Þið megið líka endilega láta keppnisstjóra vita ef LOKA skiltin séu horfin svo hægt sé að koma upp nýju skilti sem fyrst.

VARÐANDI JÖKULHÁLSLEIÐ !!!

***Þegar þið eruð komin smá spöl inná leiðina (Arnastapa megin) þá skiptist vegurinn í tvennt (vinstri og hægri)  Þið eigið að beygja til hægri. Við merktum veginn með appelsínugulum steinum sitthvoru megin við hann. ****

 

Keppnis-skoðun
Keppnisskoðun verður þriðjudaginn 21.ágúst klukkan 18:00 í húsnæði Hertz Selhellu 5 Hafnarfirði.

-Keppendur skulu mæta á réttum tíma í skoðun , ef keppendum seinkar þarf að láta keppnisstjóra vita.

-Keppendur eru beðnir um að mæta í keppnissgöllum.
Eftir keppnisskoðun mun Keppnisstjóri halda fund með keppendum og afhenda öllum Leiðabók og þau gögn sem þarf.

 

Starfsmannakvöð !! 

Starfsmannakvöðin er 15.000kr.

Áhöfn þarf að skaffa 2 starfsmenn ef ætlunin er að sleppa við kvöðina. Senda þarf í email Nafn, kennitölu, símanúmer,email og hvort starfsmaður hafi bíl og bílpróf fyrir 19.ágúst. Starfsmanna námskeið verður haldið í ÍSÍ ( Engjavegur 6 í sal E ) þann 20.ágúst klukkan 18:30. Það er SKYLDUMÆTING. Ef starfsmaður kemst ekki á námskeið þarf hann að hringja í starfsmannastjórann ( Kolbrún s:778-9838) og láta vita.
Starfsmannakvöðin verður svo rukkuð í keppnisskoðun.

 

Service
Service verður aðeins leyfður á þessum stöðum
Fimmtudagur : Á malarkafla rétt fyrir Djúpavatn og Kvartmílubrautinni.
Föstudagur : Ólafsvík fyrir hádegi hjá OK Sjoppunni og Vegamótum eftir hádegi. Stórt service er svo í Olís Borgarnesi.
Laugardagur: Hér er frjálst Service.

-Það er leyfilegt að koma fyrr í kvöld service.
Óskað er eftir því að allar þjónustubifreiðar (service bifreiðar) verði auðkenndar með einföldum hætti þar sem fram komi rásnúmer og keppnislið (ef það er til) þeirrar áhafnar sem þeir tilheyra. Skv. reglum ber þjónustubifreiðum og þeim sem þeim aka að virða umferðarlög og fyrirmæli starfsmanna keppninnar.

-Ef grunur er um leka undan bifreið þegar farið er í næturgeymslu skal vera dúkur undir henni þar sem hún stendur.

Næturhlé
Fimmtudagur -Föstudag  verða bílarnir í Orkuveitu Reykjavíkur
Föstudag – Laugardag  verða bílarnir í Límtré Vírnet Borgarnesi.