Rally Reykjavík – Upplýsingaskýrsla 8

SERVICE

 

Hvenær má þjónustulið þjónusta bílana :

–Ef Þjónustulið þjónustar keppnisbifreið á öðrum stöðum en er leyfilegt fær sú áhöfn refsingu. Fyrir stuttu þjónustustoppin þurfa þjónustulið að fara af almennum þjóðvegi , ef það sést til þeirra þjónusta keppnisbifreið á almennum þjóðvegi eða hindra umferð þá varðar það við brot og fær sú áhöfn refsingu. Dúkur skal alltaf vera undir keppnisbifreiðum þegar þeir eru þjónustaðir.

Refsingar.

3.3.4.1. Fyrsta brot, skrifleg áminning.

3.3.4.2. Annað brot, sekt að upphæð kr. 10.000,-.

3.3.4.3. Þriðja brot, rásheimild neitað.

 

Það er leyfilegt að þjónusta keppnisbifreiðarnar í stutta stoppinu fyrir SS5 hjá Vegamótum og fyrir SS15 á plani hjá þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Stutt stopp = Bensín og dekk.