Rallý Reykjavík

Rallý Reykjavík fer fram dagana 24 – 26 ágúst n.k.  Keppnin verður með sama sniði og í fyrra, sami tímamaster notaður nema aðeins verður lengt í tímanum sem keppendur hafa til að komast frá leiðinni um Heklu að Hellu í hádegishlé, þetta er semsagt í lok leggjar 2 í keppninni.

Tímamaster er birtur með fyrirvara um leyfi en vinna við leyfi er í fullum gangi ásamt öðrum undirbúningi.  Opnað verður fyrir skráningu allra næstu daga, AKÍS er að aðstoða við það.

ATH, áður útgefinn tímamaster er rangur, þar er akstur um kvartmílubrautina sagður hálftíma fyrr en núverandi tímamaster.  Þeim fyrri hefur verið eytt, hér er birtur leiuðréttur tímamaster.

 

Dagskrá keppninnar kemur inn á næstu dögum.

fh keppnisstjórnar,
Þórður Bragason