RR17 leyfamál

Einhverjir hafa spurt um stöðu leyfamála.  Sum leyfi eru komin í hús, sum munnlega og önnur skriflega (endanleg) en önnur vantar.

Það sem vantar er leyfi fyrir Kaldadal og Tröllháls, engin svör bárust í dag þrátt fyrir ítrekanir.  Ekki er talin ástæða til að örvænta, það var búið að láta vita að einskis væri að vænta fyr en eftir helgi.

Það sem er er komið munnlega eru leiðirnar um Heklu, Bjallarhraun, Dómadal og Hvaleyrarvatn.  Í öllum þessum tilfellum hefur verið látið vita að útgáfa leyfis verði gerð miðvikudag næstu viku, rétt fyrir keppni.  Seint en það dugar.

Það sem er komið er Djúpavatn og Kvartmílubrautin.

Einnig er komið leyfi vegagerðar fyrir leiðum sem eru í umsjón Vegarðarinnar, það eitt og sér dugar ekki en er samt ágætur áfangi.

Helstu áhyggjurnar voru vegna Heklu og nálægra leiða.  Símtal sem ég átti við sveitastjóra Rangárþings Ytra gefur hins vegar fyrirheit um að það leyfi fáist, en þó ekki fyrr en á miðvikudag þegar næsti fundur sveitarstjórnar fer fram.  Sama gildir um Hvaleyrarvatn.

Mitt mat er að engin ástæða sé til að grípa til „Plan B“ eða annarra aðgerða, þetta stefnir allt í rétta átt.  Einu spurningarmerkin eru Kaldidalur og Tröllháls.  Það yrði vissulega skarð í rallinu ef ekki fengist leyfi fyrir þeim en rallið mun samt fara fram og ekki gleyma að Kaldidalur er keyrður í haustrallinu svo ástæða er til að renna yfir hann til leiðarskoðunnar.

Þórður Bragason
Leyfafulltrúi RR17