RR17, Upplýsingaskýrsla leiðarskoðun – ofurleið

Kvartmílubrautin verður leiðarskoðuð í hóp kl. 22.00 á þriðjudaginn 22.ágúst eða eftir keppnisskoðun.  Ofurleiðin í þessari keppni verður SS17, Djúpavatn Norður.  Reglur um stig á ofurleið hafa verið til skoðunar, reglur kveða á um að stig fyrir hana séu 3, 2, 1 og þannig verður það nema annað verði tilkynnt áður en fyrsti bíll ræsir inn á fyrstu sérleið/ferjuleið.  Semsagt, þó keppnin hafi margföldunarstuðulinn 1,5 hefur ofurleiðin ekki þann margföldunarstuðul.

Keppnisstjórn minnir á að skráningargjald í keppnina hækkar í kvöld, sunnudaginn 20.08.2017 klukkan 23:59.  Eftir það verður keppnisgjald 75.000.- en þangað til er það 60.000.-