Upplýsingaskýrsla 2. (Breytingar varðandi Leiðaskoðun)

Leiðarskoðun.

Leiðarskoðun er ekki háð neinum tímum og er frjálst að fara hvenar sem er. Hinsvegar eru aðeins leyfðar 2 ferðir yfir hverja leið og ætlum við að treysta því að það sé gert. VINSAMLEGAST keyrið á löglegum hraða í leiðarskoðun, ef keppendur verða varir við að aðrir keppendur séu að aka á ofsa hraða eru þeir beðnir um að láta keppnisstjóra vita.
-Senda skal email með upplýsingum varðandi leiðarskoðunar bifreið (númer,gerð og lit) , hvenar áætlað sé að skoða og hvað á að skoða á emailið rallyreykjavik@gmail.com

Keyrt verður Kvartmílubrautina eftir keppnisskoðun þann 21.ágúst klukkan 21:00.

**START**
Á flest öllum leiðum er merkt með appelsínugulu spreyji hvar ræst er inná leiðina ( eins og sjá má sitthvoru megin við ryðdolluna á myndinni) . Vonandi verða steinarnir þarna ennþá þegar þið komið að leiðinni. Er mjög hrædd um að einhverjir túristar eigi eftir að stela þeim þar sem þeir eru svo hrikalega vel málaðir hjá okkur.  Þið megið líka endilega láta keppnisstjóra vita ef LOKA skiltin séu horfin svo hægt sé að koma upp nýju skilti sem fyrst.

Við mælum samt alltaf með að nóta aðeins lengra en steinarnir.

VARÐANDI JÖKULHÁLSLEIÐ !!!

***Þegar þið eruð komin smá spöl inná leiðina (Arnastapa megin) þá skiptist vegurinn í tvennt (vinstri og hægri)  Þið eigið að beygja til hægri. Við merktum veginn með appelsínugulum steinum sitthvoru megin við hann. ****

 

Berserkjahraun og Skíðsholt.

2 ferðir verða keyrðar um þessa vegi og vil ég minna ykkur á að þær eru keyrðar 2 sinnum í sömu áttina.

 

Endilega notið leiðabókina til að hjálpa ykkur á meðan þið leiðaskoðið. ATH. henni var breytt aðeins.

RR 18 LEIÐABÓK