Upplýsingaskýrsla 4.

Þá er keppnisskoðun búin og voru flest allir sem fengu rásleyfi.
Þeir sem ekki fengu rásleyfi verða skoðaðir aftur á fimmtudaginn í parc fermé fyrir klukkan 15:45.

Leiðaskoðunin um Kvartmílubrautina gékk mjög vel og er búið að setja upp skemmtilega braut fyrir keppendur. Annað varðandi kvartmílubrautina , Keilur í þrengingum og innri köntum á beygjum verður raðað mun þèttar en var í leiðarskoðun, og má því búast við að taka 3-4 keilur ef ekið er beint í gegnum þrengingar (5sek refsing fyrir snerta keilu)
Einnig verður öllum öðrum leiðum en þeirri sem á að keyra lokað með keilum og/eða steyptum einingum þar sem á við.
Ábending frá stjórn Kvartmíluklúbbsins er að þeir sem viljandi skera beygjur á malbikinu og fylla brautina af möl verða sendir með handkústa að sópa upp eftir sig. 😬

 

Varðandi Skíðsholtið.
Skíðsholtið verður stytt um 500m og viljum við líka ítreka að sérstaklega gætilega verði keyrt út af leiðinni og á þjóveginum fyrst á eftir , þá erum við ekki að þeyta ryki og drullu yfir sveitabæina.

BREYTING Á DÓMNEFND.

Ragnar Róbertsson                                 772-4444 (Formaður Dómnefndar)
Katrín María Andrésdóttir                   893-1363
Þórarinn Þórsson                                     893-2021

 

Þau gögn sem keppendur fengu á keppnisfundi voru :

RásröðRR18

Rally Reykjavík 2018 Réttur Tímamaster Tímaáætlun

RR 18 LEIÐABÓK

RR 18 Dagskrá

Stjórnendur RR18