Upplýsingaskýrsla – „Super rally“, ræsa eftir að hafa fallið úr keppni

Keppendur sem ljúka ekki leið, hvort sem er ferjuleið eða sérleið, geta komið aftur inn í keppnina við upphaf næsta leggs.

Tími sem reiknast á áhöfn er eftirfarandi:

Við þegar fengna aksturstíma og refsingar bætist:

Reiknaður aksturstími sérleiðar sem er ekki lokið skal vera (besti tími í sama flokki + 5 mínútur)

5 mínútur bætast við sem refsing fyrir hverja ferjuleið sem er ekki lokið.

Áhöfn fær 10 mínútur í refsingu fyrir að koma aftur inn í keppnina fyrsta sinni.  Falli áhöfn aftur úr keppni og kemur aftur inn verður sú refsing 5 mínútur)

Keppnisstjórn ákvarðar staðsetningu í rásröð eftir að áhöfn kemur aftur til leiks.