2. Umferð í Rallý (2)

Upplýsingaskýrsla 2

Stigavægi.
Stigavægið í keppninni 2.Umferð í Rallý er 1,25. 

 

Keppnisskoðun

Hvar: í Frumherja, Hádegismóum 8, 110 Reykjavík

Hvenær: 22.Júní kl. 18:00

Áhöfn ber skylda að mæta fyrir kl. 18:00. Starfsmaður á vegum klúbbsins mun standa í afgreiðslunni frá 17:30 og stimpla keppendur inn. Keppendur þurfa að koma sér í afgreiðsluna og kvitta fyrir komu.

Ef keppandi mætir seint er gefin 10 sek refsing fyrir hverja byrjuðu mínútu.

Þegar keppendur mæta í skoðun ber þeim skylda að klæðast öryggis- og keppnisfatnaði  (keppendum er heimilt að klæða sig í fatnaðinn rétt áður en skoðun þeirra hefst).

 

Fundur með keppendum.

Hvar: Bíljöfur – Smiðjuvegi 34

Hvenær: 22.Júní kl. 20:00

Skyldumæting er á fundinn, ef keppandi sér sig ekki fært um að mæta skal hann senda formlegt bréf sem inniheldur ástæðu fyrir fjarvistinni á keppnisstjóra fyrir fundinn.

Vinsamlegast virðið tímasetningu og mætið á réttum tíma.

 

Leiðarskoðun. 

Leiðarskoðun er ekki háð neinum tíma og leyfð hvenær sem er , hinsvegar eru AÐEINS leyfðar 2.ferðir í hvora átt. Ég treysti ykkur 100% til þess að fara eftir þessu. 

Glannakstur og auka ferðir fara á borð dómnefndar og ákveður hún refsinguna.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á keppnisstjorn@bikr.is varðandi leiðarskoðunarbíl : bílnúmer , gerð og lit . Endilega setjið rásnúmerið ykkar svo í aftur-rúðuna.

 

Starfsmanna fundur

Hvar: Smiðjuvegur 3 , 200 Kópavogur – Pólýhúðun 

Hvenær: 25.Júní kl. 19:00

Keppendur sem skaffa starfsmenn sjá til þess að starfsmenn sínir  mæti á fundinn. Ef starfsmaður kemst ekki þarf að láta keppnisstjóra vita. Ef starfsmaður kemur ekki , þarf keppandi að mæta í staðinn. Komi hvorki starfsmaður eða keppandi fær sú áhöfn sekt uppá 15.000kr.