BÍKR, stjórnarfundur 2017 01 05

BÍKR, stjórnarfundur 2017 01 05

Mættir: Símon Grétar Rúnarsson SGR, Þórarinn Þórsson ÞÞ, Þórður Bragason ÞB.

Fjarverandi:  Ásta Sigurðardóttir, Kristján Einar Kristjánsson, Þórður Andri McKinstry, Sigurjón Árni Pálsson.

Dagskrá

 1. Húsnæðismál
  1. Ákveðið að ÞB gangi til samninga v/ aðstöðu á rallýkrossbrautinni.
 2. Heimasíða
  1. ÞB kynnti framgang mála með heimasíðu.
 3. MMI – greiðslur, jepparall
  1. SGR staðfesti að engar greiðslur hefðu borist frá MMI.
  2. Samþykkt að MMI haldi jepparallið en ákvörðunin er háð samþykki næstu stjórnar BÍKR.
  3. Einnig rætt að fjölga keppnum í jepparalli. Sjá lið 8 hér að neðan.
 4. Ljósmyndasafn.
  1. Frestað til næsta fundar.
 5. RR17
  1. Rætt að keppnin fari fram föstudag, laugardag og sunnudag.
   1. Ekkert ákveðið.
  2. Rætt að setja GPS tracker í alla bíla, refsing ef farið of hratt á ferjuleiðum.
 6. Ársreikningur BÍKR
  1. ÞB og SGR kasta gögnum milli sín og klára ársreikning.
 7. Aðalfundur BÍKR
  1. Febrúar ákveðinn, aðalfundur BÍKR.
 8. Mótorhjól í rallkeppnum
  1. Rætt að hafa hjólin með í jepparallinu.
  2. Rætt að hafa hjólin með í haustralli og Hólmavík.
  3. Haustrall, hjólin myndu þá keyra Skjaldbreiðarveg fram og tilbaka og sleppa Kaldadal. Einnig rætt að setja Tröllháls á milli og setja bílana þangað líka.
  4. Spurning að hjólin ræstu á undan.
   1. Hjólin eru líklega mikið fljótari en bílarnir á kröppum leiðum.
   2. Hjólin eig ae.t.v minna erindi á hraðari leiðir.
 9. Kerran
  1. ÞB kynnti styrk sem BÍKR getur fengið til smíði á kerru (mini hefill).  Áætlaður kostnaður 3 – 400 þús, styrkurinn er upp á 100 þús.
  2. SGR og ÞB skoða þetta frekar.
  3. Ræða við kerrusmið í framhaldinu.
 10. Önnur mál
  1. Keppnisdagar voru lítillega ræddir, af hverju er aldrei keppt á sunnudegi, samt er verið að keppa virka daga?
   1. Hugmyndir í þessa veru ræddar.
    1. Ekkert sem mælir á móti keppnishaldi á sunnudegi nema skemmtanir verða e.t.v. minniá sunnudagskvöldi.
    2. Einnig rætt hvort svona fyrirkomulag myndi efla félagsstarf, það færi þá í gang á helgum sem innihalda ekki keppni.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 21:00