Haustrally 2019

Haustrally 2019

Kæru keppendur , takk æðislega fyrir síðast. Vonandi eru allir búnir að jafna sig eftir helgina og tilbúnir í næstu keppni því hún er víst bara eftir nokkra daga.

Skráning er hafin í Haustrally 2019. http://skraning.akis.is/keppni/224

 

Dagskráin : 
( Hún gæti breyst örlítið , þá kemur það framm í upplýsingaskýrslu)

2.september  Skráning hefst.  Keppnisgjaldið er 30.000kr.
Mig langar ekki til að hafa starfsmannakvöð en ég bið ykkur kæru keppendur um  að hjálpa okkur að manna þetta stutta rall.

9.september. Leiðarskoðun leyfð um Djúpavatn/Ísólfsskála , aðeins 2 ferðir í hvora átt. Leiðin um Ísólfsskála verður löguð helgina fyrir og sé ég ekki ástæðu fyrir því að senda ykkur að skoða fyrr en það er búið að laga veginn. Leiðarskoðun er aðeins leyfð á þessum degi , ef áhöfn kemst ekki þennann dag skal senda formlegt bréf á Keppnisstjóra og útskýra hversvegna , keppnisstjóri gefur þeim þá nýjann tíma.

11.september. Skráningu lýkur.

12.september. Keppnisskoðun klukkan 18:00 Frumherja Hádegismóum. Rásröð birt.

14.september. Keppendur mæta við ræsingu á Djúpavatni/Ísólfsskála fyrir klukkan 09:00 þar sem fyrsti bíll ræsir inn klukkan 09:00.
 Keppni lýkur klukkan 15:00 

 

Kær Kveðja 

Hanna Rún Ragnarsdóttir – Keppnisstýra