Haustrally 2019 – Upplýsingaskýrsla 4

Aðstoðarökumannsskipti – Staðfest rásröð – Sérreglur 

 

Ökumaður á bíl 72 bað um aðstoðarökumannsskipti þann 13.09.19 vegna veikinda hjá aðstoðarökumanni. Þessi skipti voru samþykkt og dómnefnd látin vita. 

Hér er staðfest Rásröð : Staðfest Rásröð Haust19

Sérreglur :

-Þjónustulið skal aðeins þjónusta keppnisbifreiðar á ákveðnum þjónustusvæðum , ef þessu er ekki fylgt er gefin 1 mínúta í refsingu fyrir þá keppnisbifreið.

-Á Kvartmílubraut verða keilur og þrenging. Fyrir hverja keilu sem er snert er gefin 10 sek refsing. Ef þrenging er snert er líka gefin 10 sek refsing.

-Keppendum ber sú regla að koma vel framm við starfsmenn og aðra keppendur. Ef ílla er komið framm og keppendur með einhver leiðindi getur það varðað á við brot og þar af leiðandi fær sá keppandi refsingu. Málið fer hinsvegar á borð hjá dómnefnd og ákveður hún hvernig refsing er gefin.

Vinsamlegast Vinsamlegas Vinsamlegast … Takið allt rusl upp eftir ykkur , vil ekki sjá neitt rusl eftir á þjónustusvæðum.