Kemi Rallý 2021 ( Úrslit og Verðlaunaafhending )

Úrslit 

Kemi- Rallý 2021

Alls voru 14 áhafnir skráðir í Kemi Rallý 2021 en aðeins 13 sem ræstu klukkan 08:00 í morgun. Þau Sigurður Arnar og Bergþóra náðu ekki á ráslínu vegna bilun í vél en voru ekki lengi að koma sér í þjónustugallann og hjálpa öðrum keppendum. 

Á fyrstu ferð um Kaldadal duttu þeir Almar og Halldór úr keppni þar sem Kaldadalsbölvun hvílir á honum Almari, hann á bara ekki að keyra þessa leið og er það hér með staðfest og skjalfest. 

Kaldidalur hélt áfram að refsa keppendum fyrir að aka ekki eftir línunni og voru það meðal annars: 

Ragnar og Sævar sem eru styrktir af grjótgörðum og enduðu auðvitað í  grjótgörðum, allt er gert til að gleðja styrktaraðilana. 

Daníel og Erika brutu afturspyrnu, en Daníel var þó stoltur stuðningsaðili fyrir þá keppendur sem eftir voru og ákvað að láta ljós sitt (afturendann) skína. 

Baldur og Daníel Jökull – Það var kanski eitthvað skrítið fyrir Baldur að fara í non turbo bíl aftur en hann tók svo mikð á honum að vélin sagði stopp. Daníel er hinsvegar meistari og tók því eins og kóngur. 

Birgir og Ingvi eru nýliðarnir okkar, elsku nýliðarnir okkar! Þessir feðgar stóðu sig svo ótrúlega vel. Keyrslan var uppá tíu, þangað til að þeir fóru í smá lautarferð.. EN þeir koma bara sterkir í næstu keppni og ekkert bull. 

Garðar og Rúnar, þeir feðgar tóku “smá” veltu útaf veginum, sá gamli var orðinn vel spenntur og kannski einum of,  að það endaði í smá klessu. En það er í góðu lagi með þá eins og er. Þeir fara að láta kíkja á sig og við vonum að það verði ekkert alvarlegt. Batakveðjur til ykkar ! 

Fylkir og Heiða – Brotin spyrna að framan eða aftan, það veit enginn. Þorði ekki að spyrja… Þið sem hafið lent í Heiðu vitið hvað ég meina… þið hin viljið ekki lenda í henni. 

Daniel Victor og Arnar Már – Þessir drengir tóku léttann snúning og enduðu sem betur fer á hjólunum. Allt í góðu með þá eins og er, sendum þeim samt batakveðjur. 

Og þá voru eftir FIMM

Úrslitin og tíma má sjá hér fyrir neðan. 

Við í BÍKR viljum þakka fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur á verðlaunaafhendingunni í kvöld. 

Hvar : Ölver , Glæsibæ

Hvenær : Klukkan 20:30