Kemi Rallý Reykjavík 2021 Úrslit

KEMI RALLÝ REYKJAVÍK ÚRSLIT

Kemi Rally Reykjavík lauk s.l. laugardag.
Þetta var í 32. skiptið sem þessi keppni er haldin en í fyrsta skipti í langan tíma var ákveðið að hafa keppnina tvo daga í stað þrjá eins og hefur verið verið undanfarinn ár.
Alls voru eknir 666 km þar af 228 á sérleiðum. 11 áhafnir mættu til leiks en 9 komust alla leið í endamark.
Keppnin hófst í Ólafsvík á föstudagsmorgun og voru keyrðar leiðar um Jökulháls og Berserkjahraun, alls um 100 km á sérleiðum. Í lok keppnisdags var viðgerðarhlé í Borgarnesi.
Á öðrum og síðasta keppnisdegi voru eknar leiðar um Kaldadal og Djúpavatn og endaði rallið á rallycross brautinni í Kapelluhrauni.
Það voru nokkrir sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þessu ralli enda er bara ein keppni eftir á Íslandsmótinu. Og óskum þeim öllum til hamingju.
BÍKR eignaðist tvo Íslandsmeistara í gær.
Ísak Guðjónsson varð Íslandsmeistari hjá aðstoðarökumönnum yfir heildina og er þetta annað árið í röð sem hann verður Íslandsmeistari og í fjórða skipti alls yfir heildina. Ísak er reynslu mesti keppandi í rallinu í dag og hefur keppt meira og minna frá 1993.
Daníel Jökull Valdimarsson varð Íslandsmeistari aðstoðarökumanna í Ab – varahlutaflokki flokki og er Daníel þá orðin yngsti Íslandsmeistari í ralli frá upphafi en saga ralls er orðin 46 ár. Daníel var einnig valinn maður keppninnar og var það vel við hæfi. Stórkostlegur árangur hjá Daníel sem verður ekki 15 ára fyrr en eftir 6 daga. Hann hefur einnig keppt í rallycrossi í sumar með frábærum árangri.
Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur óskar þessum Íslandsmeisturum okkar hjartanlega til hamingju og erum við stolt af því að hafa þessa kappa í okkar klúbbi.

Lokastaðan í rallinu hér fyrir neðan

Texti eftir Halldór Jónsson

Þökkum starfsfólki fyrir vel unnin störf , án ykkar væri engin keppni <3