Rally Reykjavík 2019 – Ég á bara eitt líf

 

Góðann daginn kæru keppendur.

Eins og þið flest vitið þá vorum við með límmiða á bílunum í fyrra , bleikir miðar sem á stóð „Ég á bara eitt líf“. Ég hafði samband við þau og við fengum aftur límmiða frá þeim sem ég ætla að fá að skella á bílana hjá ykkur.Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf“ sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja, sérstaklega á meðal ungmenna á Íslandi. Þetta átak snertir okkur öll og við rallýiðkendur sýnum stuðning.

Ef þið hafið áhuga á að styrkja þau þá eru upplýsingarnar hér :
Kennitala: 510718-1510
Reikningsnúmer: 552-14-405040

Fleiri upplýsingar varðandi átakið er inná https://www.eittlif.is/eg-a-bara-eitt-lif/