Rally Reykjavík 2019 – Upplýsingaskýrsla 7

Keppendur – Mæting og Parc Farmé

Fimmtudagur
Svæðið opnar klukkan 16:00(Olís Mjódd). Parc Farmé lokar 16:30 og opnar 16:50.

Föstudagur
Parc Farmé opnar klukkan 06:45 (Orkuveitan)

Laugardagur
Parc Farmé opnar klukkan 06:45 (Orkuveitan)

Fundur með keppendum verður haldinn í keppnisskoðun.

 

Réttur og endanlegur tímamaster er hér : RallyReykjavik2019Tímamaster Tímaáætlun

Djúpavatn SS2 er AB-Varahlutaleið , þeir gefa verðlaun fyrir besta tímann á þeirri leið.

 

Upplýsingatafla keppninnar verður á flakki en verður stödd í bifreið keppnisstjóra.

 

 


Sérreglur Rally Reykjavík 2019

-Ef bifreið verður ekki geymd í parc fermé yfir nótt verður gefin 7 min í refsingu.

-Ef einhverjar áhafnir fá athugasemdir í skoðun , þá mun skoðunarmaður fara yfir þau atriði fyrir kl 16:30. Gott er að þeir sem ekki fengu skoðun verði mættir klukkan 16:00.

KÆRUGJALD : 30.000

-Ávallt skal aka á löglegum hraða á ferjuleiðum , ef ekið er yfir hámarskhraða verður það dæmt sem brot.

-Keppendur sem ljúka ekki sérleið fá 7 mínótur í refsingu fyrir hverja sérleið við endurinnkomu á næsta leg.

Keppnisstjórn ákvarðar staðsetningu í rásröð eftir að áhöfn kemur aftur til leiks.

-10 sek refsing verður gefin fyrir hverja keilu sem SNERT verður á Kvartmílubrautinni.

–Kvartmílubraut B leyfir gestakóara.

-Eftir Kvartmílubraut B má aðeins þjónusta keppnisbifreiðar í Olís Mjódd.

–Ef Þjónustulið þjónustar keppnisbifreið á öðrum stöðum en er leyfilegt fær sú áhöfn refsingu. Fyrir stuttu þjónustustoppin þurfa þjónustulið að fara á eitthvað plan til að þjónusta bílinn, ef það sést til þeirra þjónusta bílana á þjóðveginum eða hjá almennri umferð þá varðar það við brot og fær sú áhöfn refsingu. Dúkur skal alltaf vera undir keppnisbifreiðum þegar þeir eru þjónustaðir.

-Keppendum ber sú regla að koma vel framm við starfsmenn og aðra keppendur. Ef ílla er komið framm og keppendur með einhver leiðindi getur það varðað á við brot og þar af leiðandi fær sá keppandi refsingu. Málið fer hinsvegar á borð hjá dómnefnd og ákveður hún hvernig refsing er gefin.

-Keppendum er leyft að eiga stutt þjónustustopp fyrir SS5. Þá er aðeins verið að tala um dekkjaskipti og bensín. Þjónustubifreiðarnar þurfa þá að beygja inn hjá Jökulhálsleið og þar geta þeir þjónustað bifreiðina.  Keppendum er líka leyft að eiga stutt þjónustustopp fyrir SS15 , þá aðeins dekk og bensín.