Rallý Reykjavík 2020 (5)

Upplýsingaskýrsla 5

Refsingar.

Á keppendafundi talaði keppnisstjóri um að refsing fyrir að „missa“ af sérleið yrði 7 mínotur en hún er samkvæmt
rallý reglum 10 mínotur per sérleið. Reglurnar eru svohljóðandi :

GREIN 4.4 ENDURKOMA (RALLY 2)
4.4.1 Áhöfn sem fellur úr keppni getur komið aftur til leiks í upphafi næsta áfanga, ef hún upplýsir keppnishaldara um þá ósk sína að lágmarki 1 klst. fyrir útgáfu rásraðar þess áfanga.
4.4.1.a Þegar slík ósk er lögð fram skal upplýsa um ástæðu þess að áhöfnin féll úr keppni (óhapp, bilun o.s.frv.) ásamt því að óska eftir að ökutæki verði skoðað á ný.
4.4.1.a.i Ökutæki áhafnar sem kemur aftur til leiks skal vera komið á endurskipunarstöð að lágmarki 1 klst. fyrir áætlaða ræsingu fyrsta ökutækis í næsta áfanga.
4.4.1.a.ii Fulltrúi viðkomandi keppanda skal vera viðstaddur endurtekna skoðun á ökutæki og fer hún fram á þeim stað og þeim tíma sem keppnishaldari tilgreinir.
4.4.1.b Þetta gildir fyrir allar áhafnir sem fallið hafa úr keppni sökum þess að þær hafa farið yfir marktíma, en á ekki við um þær áhafnir sem falla út vegna þess að ökutæki uppfyllti ekki lögbundin skilyrði, vegna brota á umferðarlögum eða samkvæmt ákvörðun dómnefndar.
4.4.2 Áhöfn er heimilt, með eða án aðstoðar, að gera við ökutæki sem fallið hefur úr keppni.
4.4.2.a Ökutæki áhafnar sem kemur aftur til keppni skal vera með sömu yfirbyggingu (boddy) og sömu vél og ökutækið sem áhöfnin hóf keppni á.
4.4.3 Við endurkomu áhafnar skal henni refsað sem nemur 10 mínútum á hverja sérleið sem hún ekki lýkur, til viðbótar við besta tíma í þeim flokki sem áhöfnin keppir í.
4.4.3.a Ef áhöfn fellur úr keppni eftir síðustu sérleið áfanga, og kemur aftur til keppni í upphafi næsta áfanga undir reglum um Rally 2, skal hún taka á sig 10 mínútur í refsingu.

 

Keilur

-Inná Dómadal/Bjallahraun verður keila í U -beygjunni.
-Inná Áfangagilinu í vinstri vínkil beygjunni rétt við endann á leið.
Keppendum ber skilda að keyra út fyrir keiluna. Ef keppandi fer inn fyrir keiluna er það talið sem stytting á leið og varðar það á við brottrekstur úr keppni.

 

Kerran 

Keppendum er boðið að setja 1 dekk og einn bensínbrúsa á kerruna sem plantað verður rétt við ræsingu á Heklu. Kerran verður uppá AÍH svæði fimmtudagskvöld.