Sauðárkróksrallý 2020 (4)

Upplýsingaskýrsla 4

Keppnisskoðun

Hvar: í Frumherja, Hádegismóum 8, 110 Reykjavík
Hvenær: 21.Júlí kl. 18:00 og 19:00

Fyrstu 9 í rásröðinni ber skylda að mæta fyrir kl. 18:00 og seinni 9 mæta fyrir kl.19:00. Starfsmaður á vegum klúbbsins mun standa í afgreiðslunni frá 17:30 og stimpla keppendur inn. Keppendur þurfa að koma sér í afgreiðsluna og kvitta fyrir komu.

Ef keppandi mætir seint er gefin 10 sek refsing fyrir hverja byrjuðu mínútu.

Þegar keppendur mæta í skoðun ber þeim skylda að klæðast öryggis- og keppnisfatnaði  (keppendum er heimilt að klæða sig í fatnaðinn rétt áður en skoðun þeirra hefst).

Seinni skoðun verður þann 24.Júlí klukkan 18:00 , Borgarteigur 7 550 Sauðárkrókur

 

Fundur með keppendum.

Hvar: Stjórnstöð (Sjá mynd hér að neðan)

Hvenær: 24.Júlí kl. 20:00

Skyldumæting er á fundinn, ef keppandi sér sig ekki fært um að mæta skal hann senda formlegt bréf sem inniheldur ástæðu fyrir fjarvistinni á keppnisstjóra fyrir fundinn.

Vinsamlegast virðið tímasetningu og mætið á réttum tíma.

 

Rásröð

Ef keppendur hafa eitthvað út á rásröðina að setja , hafa þeir samband við keppnisstjóra.

 

Keppnisstjórn Sauðárkróksrallý 2020.

Stjórnstöð

Í sama húsi og N1 á Skagfirðingabraut – gengið inn á skrifstofu vinstramegin við N1.