Sauðárkróksrallý 2020 (5)

Upplýsingaskýrsla 5

Keppnisskoðun 2.

Þær áhafnir sem fengu ekki skoðun s.l. Þriðjudag þurfa að mæta í keppnisskoðun 2 þann 24.Júlí klukkan 18:00 í Hendil, Borgarteigur 7 550 Sauðárkrókur. Keppendur þurfa að vera MÆTTIR klukkan 18:00 – skoðun hefst þá.

 

Leiðarskoðun 

Leiðarskoðun er leyfð frá klukkan 08:00 til 18:00. AÐEINS ERU LEYFÐAR 2 FERÐIR Í HVORA ÁTT. Ég treysti ykkur 100% til þess að fara eftir þessu. 

Glannakstur og auka ferðir fara á borð dómnefndar og ákveður hún refsinguna.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á keppnisstjorn@bikr.is varðandi leiðarskoðunarbíl : bílnúmer , gerð og lit . Endilega setjið rásnúmerið ykkar svo í aftur-rúðuna.

 

Leiðarlýsingu má finna hér.
Sauðárkrókur leiðarlýsing2020

 

Starfsmanna fundur
Hvar: Stjórnstöð (sjá mynd neðar)
Hvenær: 24.Júlí kl.19:00

Keppendur sem skaffa starfsmenn sjá til þess að starfsmaður mæti á fundinn. Ef starfsmaður kemst ekki þarf að láta keppnisstjóra vita. Ef starfsmaður kemur ekki og enginn lætur vita þá fær sú áhöfn sekt uppá 15.000kr.

Fundur með keppendum.
Hvar: Stjórnstöð (sjá mynd neðar)
Hvenær: 24.Júlí kl. 20:00

Skyldumæting er á fundinn, ef keppandi sér sig ekki fært um að mæta skal hann senda formlegt bréf sem inniheldur ástæðu fyrir fjarvistinni á keppnisstjóra fyrir fundinn.

Vinsamlegast virðið tímasetningu og mætið á réttum tíma.

Uppfærð Rásröð

Ef það eru einhverjar spurningar þá er síminn hjá fröken Keppnisstýru 6929594.


Stjórnstöð er staðsett á skrifstofu TM við hliðina á N1
Upplýsingataflan verður staðsett í stjórnstöðinni og meðal annars rafræn á www.bikr.is