Reglur BÍKR

Lög fyrir Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur

Nafn, heimili hlutverk

1.gr.

Nafn klúbbsins er Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur, skammstafað BÍKR.

 1. gr.

Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

 1. gr.

Hlutverk BÍKR er að vera vettvangur áhuga- og/eða atvinnumanna um akstursíþróttir og standa fyrir keppnum í flestum greinum akstursíþrótta.

Félagar og félagsgjöld

 1. gr.

Félagar geta allir orðið sem áhuga hafa á akstursíþróttum.

 1. gr.

Félagsgjöld skulu ákveðin árlega á aðalfundi klúbbins og miðast við almennt verðlag og umfang starfseminnar.  Kjörnir stjórnarmenn BÍKR þurfa ekki að greiða árgjald hvort heldur sem almennir félagsmenn eða félagsmenn með keppnisrétt.

 1. gr.

Félagatal skal birt á heimasíðu klúbbsins.

Stjórn, aðalfundur, endurskoðendur og kosningar

 1. gr.

Stjórn klúbbsins skal skipuð fimm mönnum og tveimur til vara. Kosning fer fram á aðalfundi og skal kosið sérstaklega um formann og er hann kjörinn til tveggja ára.

 1. gr.

Kjörtímabil stjórnar er eitt ár. Stjórnarmenn skulu kjörnir til tveggja ára og eru tveir aðalmenn og einn varamaður kjörnir ár hvert.

 1. gr.

Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

 1. gr.

Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga klúbbsins til eins árs.

 1. gr.

Stjórnin skal sjá um starfsemi klúbbsins milli aðalfunda.

 1. gr.

Kjörgengi og kosningarétt hafa allir félagar í BÍKR sem greitt hafa félagsgjöld sín fyrr undangengið keppnistímabil eða eftir það, jafnvel á aðalfundi.

 1. gr.

Kosning fer fram með handauppréttingu, eða með leynilegri kosningu,  sé farið fram á það.

 1. gr.

Aðalfundur skal haldinn fyrir lok febrúar ár hvert (næsta árs) og skal stjórnin boða hann með minnst fjórtán daga fyrirvara bréflega eða rafrænt til gildra félaga. Í öllum málum ræður einfaldur meirihluti.

 1. gr.

Formaður stýrir fundi eða gerir tillögu að fundarstjóra.

 1. gr.

Reikningsár klúbbsins er almanaksárið.

 1. gr.

Dagskrá aðalfundar er:

 • Formaður setur fundinn.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins til samþykktar.
 • Ákvörðun árgjalda.
 • Kjör formanns og annarra stjórnarmanna.
 • Kjör varamanns í stjórn.
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga klúbbsins.
 • Önnur mál.

Starfsnefndir og keppnisstjórnir

 1. gr.

Forsvarsmenn starfsnefnda og keppnisstjórnir einstakra keppna skulu skipaðar af stjórn hverju sinni og ber stjórn að sjá til þess að að lágmarki starfi nefndir sem að fjalla um eftirfarandi málaflokka.

 • Keppnishald
 • Miðlar sölu- og markaðsmál.
 • Starfsmannahald
 • Umhverfismál
 • Rally Reykjavík
 • Forvarnir og fræðsla
 1. gr.

Stjórn skal skipa í nefndir og ráð er starfa á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS)

 1. gr.

Þeim sem eru í keppnisstjórn keppni er óheimil þátttaka í keppninni.  Keppendum er þó heimilt að aðstoða við undurbúning keppni.

Lagabreytingar

 1. gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi BÍKR. Tillögur að lagabreytingum skulu liggja fyrir skriflega á aðalfundi og vera dagsettar og undirritaðar af gildum félaga í klúbbnum

22.gr.

Engum skal vera heimilt að skuldsetja félagið nema með samþykki meirihlutar stjórnar.

 

Samþykkt á aðalfundi 16. Febrúar 2017

One thought on “Reglur BÍKR

Skildu eftir svar